05.07.2012 14:10

Ísbjörn við Ísafjarðarhöfn

bb.is:
Skuttogarinn Ísbjörn ÍS kom til hafnar á Ísafirði á þriðjudag með 130-140 tonn af rækju. Um var að ræða aðra veiðiferð skipsins og er heildaraflinn skipsins kominn í tæp 300 tonn. Aflinn fer bæði til vinnslu hjá rækjuverksmiðjunni Kampa á Ísafirði auk þess sem hluti hann er seldur beint á erlenda markaði. Ráðgert er að Ísbjörn haldi til veiða á ný í kvöld.


                          2276. Ísbjörn ÍS 304, við bryggju á Ísafirði © mynd bb.is