05.07.2012 15:00

Atlantic Viking kom til viðgerðar en fer trúlega í pottinn

Kandíski togarinn Atlantic Viking sem tekin var upp í aðra dokkinna í Hafnarfirði til viðgerðar á síðasta hausti, fór eins og ég ræddi um hér á síðunni á þeim tíma. Togarinn átti að fara í mikla viðgerð en við ástandsskoðun kom í ljós að hann var mikið tærður og ýmislegt annað, þannig að fljótlega kom upp sú staða að gera ekki við skipið. Eftir að hafa verið í dokkinní í þó nokkurn tíma er skipið komið niður og hefur að ég held verið selt innlendu brotajárnsfyrirtæki, sem er með það til skoðunar hvort skipið verði rifið eða selt áfram. Þó mun vera leki, sem þarf að laga og verður það gert þar sem skipið liggur við bryggju í Hafnarfirði, því annars þurfa dælur að vera á fullu meðan beðið er ákvörðunar um framhaldið.
Fyrir þá sem vilja, er rétt að upplýsa að stórhluthafi í hinni kanadísku útgerð sem átti togarann, er útgerðarfélagið Vísir hf. í Grindavík.


        Atlantic Viking, við bryggju í Hafnarfirði sl. sunnudag © mynd Emil Páll, 1. júlí 2012