30.06.2012 20:00

Óli Gísla til Siglufjarðar í samskonar breytingu og Kiddi Lár nú Bíldsey SH

Fréttir berast af því að Óli Gísla GK 112 sem er Seiglubátur eins og núverandi Bíldsey SH 65, fari senn til Siglufjarðar í breytingar, eins og þær sem gerðar voru á Bíldsey. Er það SiglufjarðarSeifur sem mun annast breytingarnar, en ekki er talið að þær hefjist fyrr en í ágúst nk.


           2714. Óli Gísla GK 112, nýr í Reykjavíkurhöfn © mynd Seigla ehf., 2007