25.04.2012 13:32

Auðunn kominn með Þór til Reykjanesbæjar

Þessa mynd tók ég fyrir nokkrum mínútum er Hafnsögubáturinn Auðunn sigldi fram hjá Keflavíkinni með gamla Þór í eftirdragi á leið sinni til Njarðvíkur. Er myndin tekin með miklum aðdrætti yfir bæinn.


        2043. Auðunn dregur 229. Þór fram hjá Keflavíkinni núna kl. 13.28 á leið til Njarðvikur. Myndin er tekin með miklum aðdrætti úr efstu byggðum Keflavíkur © mynd Emil Páll, 25. apríl 2012

Af Facebook:

Einar Örn Einarsson Emil á að rífa hann þarna?
Emil Páll Jónsson Já svo skilst mér, og þá jafnvel yfirbygginguna við bryggju og síðan restina upp í slipp.
Einar Örn Einarsson Já ok.....ég talaði alltaf um að hann ætti að verða æfingastaður fyrir kafara á hafsbotni
Emil Páll Jónsson Það hefur örugglega ekki fengist leyfi fyrir því. Gerð var tilraun til að fá leyfi þegar búið var að nota Reyni GK í kvikmyndatökur og fjarlægja allt mengunarvaldandi, en samt fékkst ekki leyfi.
Jón Páll Ásgeirsson Kerfið á Íslandi er svo skrítið, þetta er gert víða erlendis, sá á netinnu gamla freigátu sem var hér í þorskastríðinnu sökt við nýjasjáland eða Astralíu.
Einar Örn Einarsson Afar undarlegt.