15.04.2012 10:00

Hoffell SU 80 og Hannes Andrésson SH 737

Á undanförnum dögum hef ég fengið í hús margar syrpur sem ég mun birta undir nóttina og þar á meðal sérstakar syrpur með þessum bátum, þó ekki saman heldur í sitthvoru lagi og mun ég birta þær eitthvert kvöldið. Athygli vekur að flestar eru þessar syrpur teknar föstudaginn 13 og því hefur sá dagur ekki verið mikill óhappadagur. Sem fyrr segir mun ég dreifa þessum syrpum á nokkra daga sökum lengdar þeirra. Ekki eru það þó bara þessir tveir sem koma þar fram, en hinir sjást síðar. Hér koma nokkrar myndir af þessum tveimur saman
        2345. Hoffell SU 80 og 1371. Hannes Andrésson SH 737, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, föstudaginn 13. apríl 2012