11.04.2012 17:14

Virk djúpsprengja um borð í Sóleyju Sigurjóns

vf.isÁhöfn togveiðiskipsins Sóleyjar Sigurjóns GK frá Garði var öll send frá borði með hraði þegar skipið kom á Stakksfjörðinn, skammt undan landi við Keflavík eftir hádegið í dag en um borð í skipinu var virk djúpsprengja. Sprengjuna fékk áhöfnin í veiðarfærin djúpt útaf Sandgerði og er mikil hætta talin vera á ferðum.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru um borð í skipið og vinna að því að aftengja sprengjuna í landi þessa stundina.

VF-Myndir: Hilmar Bragi