04.04.2012 15:00

79 ára aflakló

grindavik.is:

79 ára aflakló 

Einar Haraldsson á Hamri GK 176 lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að hann verði 79 ára þann 9. apríl nk. Hann rær þegar veður gefst og um daginn landaði hann stórþorski eftir vel heppnaðan veiðitúr. Eyjólfur Vilbergsson tók þessar skemmtilegu myndir þegar Einar kom að bryggju á Hamri.

Af Facebook:
Guðni Ölversson Einsi á Hamri klikkar ekki.