02.04.2012 12:11

Green Atlantic komið aftur til Reyðarfjarðar

Fyrrum Jökulfell sem nú heitir Green Atlantic, fór í gær eins og fram kom hér á síðunni frá Reyðarfirði, en er nú komið aftur þangað. Virðist þeir hafa verið að prufusigla út af Austfjörðum því samkvæmt AIS fóru þeir þar í nokkra hringi áður en þeir komu á ný til lands. Sýni ég nú mynd sem ég tók rétt fyrir hádegi á vefmyndavélina á Reyðarfirði og sést skipið þar komið í pláss það sem það var í undanfarnar 7 mánuði.


        Green Atlantic ( þetta sem er fjær), á Reyðarfirði kl. 11.58 í dag © mynd af vefmyndavélinni, Emil Páll, 2. apríl 2012