01.04.2012 00:00

Slippurinn á Siglufirði í eigu Síldarminjasafnsins

sk.siglo.is:

Slippurinn á Siglufirði
Slippurinn á Siglufirði

Undirritaður hefur verið samningur milli Síldarminjasafnsins og sveitarfélagsins Fjallabyggðarum yfirtöku safnsins á Slippnum á Siglufirði. Fór undirritunin fram við hátíðlega athöfn í Slippnum fimmtudaginn 29. mars. Slippeignin samanstendur af verkstæðishúsi og dráttarbraut með gömlu skipi ásamt lóð.
Slippverkstæðið er rúmlega 300 fermetrar að gólffleti, byggt árið 1934 og búið gömlum tækjum og verkfærum og eru elstu trésmíðavélarnar nær 100 ára gamlar. Dráttarbrautin var keypt notuð frá Akureyri um 1930 og mikið endurnýjuð og stækkuð um 1950. Þar stendur gamalt skip sem upprunalega hét Guðmundur Þórðarsson GK 75, 52 brl., smíðaður í Hafnarfirði 1943.

Siglufjörður á sér umtalsverða skipasmíðasögu. Á 19. öld voru stundaðar þar smíðar á skonnortum sem gengu til hákarlaveiða og síðar síldveiða. Í Slippnum var síðan stunduð bátasmíði og þjónusta við norðlenska bátaflotann í 60 ár. Má telja það nokkuð víst að hann sé elsta smábátasmíðastöð landsins og jafnvel sú eina sinnar tegundar.

Starfsmenn Síldarminjasafnsins hafa unnið að árabátasmíði í Slippnum síðan 2009 og hafið endurbætur á húsinu. Þar verður í senn sögusýning fyrir safngesti og stundaðar bátasmíðar og viðgerðir eldri báta.

Ingvar og Guðmundur búnir að skrifa undir samninginn.

Örlygur og Anita.

Anita Elefsen

Rósa Margrét Húnadóttir

Örlygur að ræsa vél.

Ingvar Erlingsson.

Örlygur Kristfinnsson safnstjóri.

Sigurbjörg Árnadóttir formaður Íslenska vitafélagsins-félag um íslenska strandmenningu.

Njörður Jóhannsson við bandsög.

Ingvar og Árni Björn.

Björn Jónsson

Erla Svanbergsdóttir, Þórarinn Vilbergsson og Fanney Sigurðardóttir.

Texti: ÖK

Myndir: GJS

Hér má sjá stutt myndband og ljósmyndir frá Magnúsi Sveinssyni frá athöfninni í gær:

http://vimeo.com/39456410

http://www.flickr.com/photos/magnussveinsson/sets/72157629698768349/detail/

Af Facebook:
Stefán Þorgeir Halldórsson Flott