31.03.2012 23:20

Gamlar úr Stykkishólmi og Grímsey

Sigurbrandur sendi mér þessar og þennan texta með þeim: Hérna kemur smá pakki úr Hólminum og ein mjög gömul úr Grímsey

á fyrstu myndini 001 er kappróður í Stykkishólmi á Sjómannadaginn 1984
002 er líka frá sama degi 1984 en þarna má sjá 6158 (B 1158) Kristínu
SH 140 og 5511 Gísla Gunnarsson SH 5
003 er tekin að kvöldi sama Sjómannadags 1984, trillurnar sem ég þekki
eru fremst 6197 Valur SH 171 og 6456 Vigri SH 130 stóri báturinn fyrir
aftan er 1166 Kópur SH 211 og aftastir eru svo 5511 Gísli Gunnarsson SH
5 5854 Anna SH 49 og 6385 Léttir SH 216
004 sama sjómannadag trillan til hægri er 5511 Gísli Gunnarsson SH 5 en
til vinstri sést í 1424 Þórsnes ll SH 109 1198 Trausta SH 72 og 5021 Óla
SH 14
006 er svo til hægri 6457 Heppinn SH 47 og vinstri 5511 Gísli
Gunnarsson SH 5 á sjómannadaginn 1984
007 er svo sama dag til vinstri sést og þvert á myndina 5511 Gísli
Gunnarsson SH 5 stóri báturinn held ég að sé 778 Smári SH 221 svo gæti
sá næsti verið 1254 Arnar SH 157 svo er það 1222 Árni SH 262 þá 398
Gísli Gunnarsson ll SH 85 held að trillan utan á honum sé 6872 Gustur en
ystur er 6385 Léttir SH 216
008 og er kappróður

síðasta myndin er eldri en ég tekin af föður mínum Jakobi Péturssyni í
Grímsey vorið 1966 af 514 Hafölduni EA 140 í Grímsey
          Neðstu myndina tók Jakob Pétursson í Grímsey, en hinar eru frá Sigurbrandi og eru úr Stykkishólmi, en listi með því sem á þeim eru birtist hér fyrir ofan

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Því er við þetta að bæta að 5511 Gísli Gunnarsson SH 5 sem er í aðalhlutverki í þessari seríu fór á bálið fyrir rúm ári eða tveim. Honum hafði verið bjargað af bálinu einhverjum árum áður vegna menningarsögulegs gildis, en hann er smíðaður á Akureyri Nóa bátasmið. Því miður vitjaði sá er hafði forgöngu um þá björgun ekki bátsins og því slapp hann ekki frá því að lenda á bálinu fyrir rest og er að mjög miður