08.03.2012 00:00

Dagstjarnan KE 9 / Sveinn Jónsson KE 9 / Sveinn Jónsson OTA-747-D

Skuttogari sem keyptur var af norskri skipasmíðastöð, en hafði aðeins fengið norskt nafn, en ekki farið í útgerð, áður en íslendingar eignuðust hann. Bar tvö nöfn hérlendis og var síðan seldur 27 ára gamall til Suður-Afríku og ber þar enn síðara íslenska nafnið.


     1342. Dagstjarnan KE 9, í heimahöfn, þ.e. Keflavík © mynd Trawler Gallery


                     1342. Dagstjarnan KE 9 © mynd Emil Páll, 1973


                         1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd Þór Jónsson


                                  1342. Sveinn Jónsson © mynd Þór Jónsson


               1342. Sveinn Jónsson KE 9 á útleið frá Njarðvík © mynd Þór Jónsson


                      1342. Sveinn Jónsson, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll


                       1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd Snorrason


           1342. Sveinn Jónsson KE 9, á sjómannadaginn á Akranesi sennilega 1996 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson


     1342. Sveinn Jónsson KE 9, á sjómannadaginn á Akranesi sennilega 1996 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson


   1342. Sveinn Jónsson KE 9, á sjómannadaginn á Akranesi sennilega 1996 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson


   Þessi er tekin í Las Palmas og sýnir þá Eirík Jónsson skipstjóra og Cristofer sem átti að taka við skipstjórninni Suðurfrá © mynd Júlíus V. Guðnason árið 2000

 
     Á miðbaug. Frá hægri Frímann Jónsson yfirvélstjóri, Neptunus vélstjóri, Júlíus Guðnason stýrimaður, Cris, Eirikur Jónsson skipstjóri og Georg Þorvaldsson kokkur © mynd Júlíus V. Guðnason árið 2000

          Síðasti dagurinn undir Íslenskum fána í Cape Town © mynd Júlíus V. Guðnason
 árið 2000


                 Sveinn Jónsson OTA-747-D © mynd Norsk Skipsfarts Forum


     Sveinn Jónsson OTA-747 D ex 1342. Sveinn Jónsson KE 9 ex Dagstjarnan KE 9, nú frá Cape Town © mynd shipspotting Glenn Kasner, 2. okt. 2010


      Sveinn Jónsson OTA-747 D, í Cape Town © mynd shipspotting, Hilmar Snorrason, í júlí 2008


Smíðanúmer 53 hjá Storviks, Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1973. Seldur úr landi til Cape Town í Suður-Afríku í júni 2000.

Sjöstjarnan hf. gekk inn í kaupin eftir eftir að togarinn hafi nýlega verið gefið nafnið Afford og því var það fyrirtæki í raun fyrstu útgerðaraðilar og eigendur togarans.

Dagstjarnan var fyrsti skuttogari Suðurnesja og kom fyrst til Njarðvíkur 14. nóvember 1973.

Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D