01.03.2012 00:00

Fullt hús: Myndir af öllum 7 nöfnunum sem skipið hefur borið

Hér kemur enn einn tæplega hálfrar aldar gamall og sá er enn í fullri útgerð. Birti ég nú myndir af öllum nöfnunum sjö sem hann hefur borið.


             1019. Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 © mynd af síðu Þorgeirs Baldurssonar


                      1019. Freyja RE 38 © mynd Snorrason


                      1019. Sigurborg AK 375 © mynd Snorrason


     1019. Sigurborg AK 375, kemur nýkeypt til Keflavíkur © mynd Emil Páll 1986


                               1019. Sigurborg AK 375 © mynd Emil Páll, 1986


                              1019. Sigurborg AK 375 © mynd Emil Páll


                       1019. Sigurborg VE 121 © mynd Snorrason


                     1019. Sigurborg HU 100 © mynd Snorrason


                       1019. Sigurborg SH 12 © mynd Hilmar Snorrason, í júlí 2006


                     1019. Sigurborg SH 12 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson

Smíðanúmer 108 hjá Hommelsvik Mek Verksted A/S, Homelsvik, Noregi 1966. Yfirbyggður Bretlandi 1977.

Úreldingastyrkur samþykktur í nóv. 1994, en hætt við að nota hann.

Til að komast hjá forkaupsrétti Vestmannaeyjarbæjar, er skipið var selt á gamlársdag 1994, var kaupandinn, Vonin hf., fyrst skráð í Vestmannaeyjum, en flutti síðan lögheimili sitt nokkrum dögum síðar til Hvammstanga.

Nöfn: Sveinn Sveinbjörnsson NK 55, Freyja RE 38, Sigurborg AK 375, Sigurborg KE 375, Sigurborg VE 121, Sigurborg HU 100 og núverandi nafn: Sigurborg SH 12.

Af Facebook:
Guðni Ölversson Snilld þetta. Var á þessum sem Sveinn Sveinbjörnsson. Fínn bátur og fiskaði vel. Sé að með tímanum hafa þeir fjarlægt þriðja mastrið af prikinu. Það var fínt að hafa tvö afturmöstur í Norðirsjónum. Auðvelt að hengja hengirúmið á milli þeirra þegar maður sólaði sig á stímunum.