20.02.2012 16:00

Sæberg HF og Surprise HF væntanlegir í klippurnar í vikunni - óvíst með gamla Þór

Nú í vikunni eru Hafnarfjarðarbátarnir Sæberg HF 224 og Surprise HF 8 væntanlegir til Njarðvíkur, en þeir verða brotnir niður þar á næstu vikum. Til stóð að gamla varðskipið Þór kæmi líka til Njarðvíkur, en að sögn Stefáns Sigurðssonar, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur er það of stórt fyrir slippinn. Því er óvíst hvað verður um það skip.


                  137. Surprise HF 8, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 2009


             1143. Sæberg HF 224, í Hafnarfirði © mynd Guðmundur St. Valdimarsson