07.02.2012 13:00

Aníta Líf RE 187

Þetta er báturinn sem sökk skammt fyrir utan Reykjavík í fyrravor, ofhlaðinn grásleppunetum. Var honum náð upp og dreginn til Reykjavíkur og voru þessar myndir teknar þar sem hann var geymdur eftir það verk.


                 1882. Aníta Líf RE 187, í Reykjavík © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2011

Af Facebook:
Sigurbrandur Jakobsson Hefur ekkert verið gert fyrir hann síðan hann var tekinni land
Emil Páll Jónsson Ekki veit ég til þess.
Sigurbrandur Jakobsson Synd hann grottnar þá niður
Emil Páll Jónsson Ætli þetta sé ekki spurning um tryggingarnar. Ég held að báturinn hafi sokkið vegna ofhleðslu á netum og því hlýtur þetta að vera stór spurning.
Sigurbrandur Jakobsson Það gæti verið
Tómas J. Knútsson einu sinni sökk bátur út af einum steinbít
Sigurbrandur Jakobsson Beit hann eitthvað í sundur?
Tómas J. Knútsson var í lensporti sem ekki náði að hreinsa sig og svo kom bara fylla og sökkti greiinu en ég bjargaði svo bátnum 4 dögum seinna,Þórey GK 123