05.02.2012 10:10

Bylgjan I SH 273 / Bylgjan I GK 141

Hér er á ferðinni bátur frá Bátalóni í Hafnarfirði sem var smíðaður svolítið á eftir þessum frægu Bátalónsbátum og var hafður frambyggður.


                              1519. Bylgjan I SH 273


                         1519. Bylgjan I GK 141, í Njarðvík © mynd Emil Páll


                          1519. Bylgjan I GK 141, í Njarðvik © mynd Emil Páll


                       1519. Bylgjan I GK 141 © mynd Alfons Finnsson

Smíðanúmer 446 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1978. Fékk úreldingastyrk i des. 1994, en þá var báturinn í leigu á Snæfellsnesi, eða til vors 1995. Úrelding 30. júní 1995. Stuttu eftir það var hann tekinn upp i Njarðvikurslipp og sagaður í tvennt í ágúst 1995. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1996.

Nöfn: Fálki ÞH 260, Bylgjan I SH 273 og Bylgjan I GK 141

Af Facebook:
Guðni Ölversson Bátalónsbátarnir voru fallegar fleytur