04.02.2012 22:45

Frá Reykhólum

Hérna koma myndir sem Sigurbrandur tók á Reykhólum í sumar  og á þeim sést eftirfarandi:
Fyrstu 3 eru af 5958 Farsæll BA 55 frá Svefneyjum fyrir utan bátasafnið á Reykhólum. Hann er smíðaður í Hvallátrum 1962 af Aðalsteini Aðalsteinssyni skipasmið, sem smíðaði líka Draupnir BA 40 sem er á Byggðasafninu á Akranesi. Svo er það Björg nær og trilla sem ég sá hvergi nafnið á. Þá er það Gola frá Þingvöllum í Helgafellssveit, en hú er í eigu safnsins. Og svo að lokum Hallsteinsnes báturinn, sem er inni í safnahúsinu sjálfu.

                                Frá Reykhólum © myndir Sigurbrandur, 2011