30.01.2012 23:20

Sólplast búið með viðgerðina á Dóra GK

Nú undir kvöld var Dóri GK 42, tekinn út úr húsi hjá Sólplasti í Sandgerði, en viðgerð á honum er þar með lokið hvað varðar skemmdirnar er komu er hann strandaði á Austfjörðum skömmu fyrir áramót. Á meðan Sólplast vann sitt verk tók Vélsmiðja Sandgerðis upp vél og gír bátsins og var því farið með bátinn í kvöld niður að vélsmiðjunni þar sem vélin og gírinn var sett niður aftur.
        2622. Dóri GK 42, tekinn út úr húsi Sólplast í Sandgerði nú undir kvöld og dreginn að aðsetri Vélsmiðju Sandgerðis þar sem vélin og gírinn var sett niður © myndir Kristján Nielsen, 30. jan. 2012