29.01.2012 14:20

Á Breiðdalsvík

Bátur þessi stendur upp við hús á Breiðdalsvík, en hvaðan hann kom veit ég ekki, en hann virðist ekki vera búinn að  vera mjög lengi, eins eru önnur deili á bátnum mér ókunn. Hann líkst svona helst bátum eins og maður sá í Tinnabókunum hérna í denn plankabyggður og spurning hvernig viður er í honum.


                           Óþekktur bátur á Breiðdalsvík © mynd Sigurbrandur í okt. 2011

Facebook:
Helgi Sigfusson Þessi bátur er innfluttur frá U.S.A. fyrir 3-4 árum. Þetta er trébátur, eða úr e.h. konar listum, mjóum eða borðum og er dálítið illa farinn. Það átti að gera hann upp. Nú er hann til sölu á 5-600 þús.