29.01.2012 13:00

Leinabjörn M-3-HO - nýsmíði í Skagen

Guðni Ölversson birti þessa frásögn og mynd á Fb síðu sinni í gær. Leinabjörn M - 3 - HO. Nýsmíði hjá Karstenssen slippnum í Skagen fyrir útgerðarmenn í Fosnavåg í Noregi. Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi en allt annað í Skagen. Leinabjörn er 67m langur, þ.e. 13 metrum styttri en Cristina E sem smíðuð var á sama stað fyrir útgerðamenn í Fosnavåg. Bátur þessi verður afhentur tilbúinn í maí nk.


                      Leinebjörn M-3-HO í Skagen © mynd Guðni Ölversson, í jan. 2012