28.01.2012 17:00

Þessa má þekkja

Hér koma tvær til viðbótar frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hér fyrr á árum, báðar eru þær teknar við sama tækifæri en frá mismunandi sjónarhornum og mun ég nefna þá sem ég held að séu þarna.


   Tel þetta vera Ólafía GK 98, Hagbarður KE 116, Þorbjörn II GK 541, Aðalvík KE 95 og Dagfari ÞH 70


     Trúlega 144. Hagbarður KE 116, 263. Þorbjörn II GK 541, 1348. Aðalvík KE 95, 102. Hrafn Sveinbjarnason II GK 10 og 180. Hólmsberg KE 16 © myndir af Fb síðu SN

              - Varðandi Aðalvík KE 95, þá birtist á miðnætti myndasyrpa og saga togarans og eru myndirnar á 3ja tug -