26.01.2012 18:00

Fuglinn í fjörunni. Hrafn GK 12 strandaður í Grindavíkurhöfn

Fuglinn í fjörunni. Hrafn GK 12, slitnaði frá bryggju í ofsaveðri í Grindavíkurhöfn 1975 og rak á land og þá tók Kristinn Benediktsson, þessa myndasyrpu.
                 1006. Hrafn GK 12, í Grindavíkurhöfn © myndir Kristinn Benediktsson, 1975

Um þetta segir Eiríkur Tómasson, á Facebook: Þetta gerðist á miklu flóði og í miklu brimi. Við rérum út í bátinn á Zodiac sem við tókum í Hrafni Sv. og komumst um borð. Pétur Vilbergs kom vélinni í gang og Svenni skipstjóri setti allar skrúfur á fullt, en ekki náðist að losa bátinn. Allar bryggjur voru á kafi þegar við komum niður á bryggju. Báturinn var dreginn út nokkrum dögum seinna, og skemmdist lítið.