25.01.2012 18:00

Stefán Guðfinnur SU 78 / Rúna SH 35 / Rúna SH 101 / Skálafell ÁR 205 / Hildur ÞH 38

Þessi Fáskrúðsfjarðarsmíði, lenti illa í bruna, en var endurbyggður eftir það. Síðan sökk hann og birti ég hér mynd af honum á hafsbotni.


                              1311. Stefán Guðfinnur SU 78


                          1311. Rúna SH 35 © mynd Snorrason


          1311. Rúna SH 101 ( sá sem er næst bryggjunni ) © mynd Hilmar Bragason


             1311. Skálafell ÁR 205 © mynd Snorrason


    1311. Skálafell ÁR 205 © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa


               1311. Hildur ÞH 38, á hafsbotni © mynd Rannsóknarnefnd sjóslysa

Smíðanúmer 33 hjá Trésmiðju Austurlands hf., Fáskrúðsfirði, 1973 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Endurbyggður hjá Vélsmiðju KÁ ehf., Þorlákshöfn eftir að hafa stórskemmst í eldi út af Þorlákshöfn 19. des. 1998 og lauk endurbótunum í júní 2001.

Sökk á Þistilsfrði um 7 sm. austur af Raufarhöfn 20. maí 2005.

Nöfn: Stefán Guðfinnur SU 78, Rita NS 13, Rúna NS 131, Rúna SH 35, Rúna SH 101, Rúna SF 35, Hafbjörg HU 100, Brík ÓF 11, Brík ÁR 205, Rík Ár 205, Skálavík ÁR 205 og Hildur ÞH 38