25.01.2012 17:00

Auðbjörg HU 6 / Auðbjörg EA 22 / Ósk KE 5 / Benni Sæm GK 26 / Garðar GK 53

Hér er á ferðinni einn af hinum svokölluðu Skipavíkurbátum frá Stykkishólmi og að nafninu til er þessi enn á skrá, en held þó að hann liggi í Bolungavíkurhöfn og hafi gert í mörg ár.


                     1305. Auðbjörg HU 6 © mynd Snorrason


                     1305. Auðbjörg EA 22 © mynd Snorrason


                                           1305. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll


                1305. Ósk KE 5 © mynd Snorrason


                   1305. Benni Sæm GK 26 © mynd Snorrason


                                              1305. Garðar GK 53

Smíðanúmer 13 hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1973, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.

Báturinn lá að mestu aðgerðarlaus við bryggju í Sandgerði 2005 - 2006, en þá var hann seldur til Bolungarvíkur þar sem nota átti hann til siglinga með ferðamenn um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Kom Hann til Bolungarvíkur 14. júlí 2006 og hefur síðan legið þar við bryggju.

Nöfn: Auðbjörg HU 6, Auðbjörg EA 22, Ósk KE 5, Ósk II KE 6, Björgvin GK 26, Björgvin á Háteig GK 26, Benni Sæm GK 26 og núverandi nafn: Garðar GK 53