24.01.2012 17:00

Óskar Halldórsson RE 157, Bjargey KE 126, Ölver KE 40 og Símon Gíslason KE 155

Hér kemur gömul mynd úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem Jóhann Sævar Kristbergsson hefur heimilað mér að birta, en hann tók hana fyrir alllöngu, en þetta eru nokkrar skemmtilegar. Á þessari mynd sjáum við fjóra báta sem í dag eru allir horfnir nema einn.


 Bátarnir í slippnum eru þessir. Sá svarti er 962. Óskar Hallgrímsson RE 157, sem þarna er í breytingu. Bátarnir tveir sem standa þarna saman eru 588. Bjargey KE 126 og 645. Ölver KE 40, en báturinn ofarlega sem er í endurbyggingu, heitir þarna 923. Símon Gíslason KE 155, en í dag gengur hann aðallega undir nafninu Seniver, en heitir réttu nafni Orri ÍS 180. Trillurnar þekki ég ekki © mynd Jóhann Sævar Kristbergsson