23.01.2012 17:30

Sævík GK ex Hafursey VE verður varaskip í fyrstu

Samkvæmt fregnum síðunnar, verður ekki farið út í neinar breytingar að ráði á Hafursey VE sem heita mun Sævík GK, á næstunni, þó verður eitthvað unnið við skipið í sumar. Áætlað er að skipið verði svokallað skiptiskip til þess að koma í veg fyrir hráefnisstopp þegar eitthvert af Vísisskipunum fimm þarf að fara í slipp vegna viðhalds. Mun Sævík GK því leysa hin skipin af. Síðar verður tekið ákvörðun um framhaldið.


      1416. Hafursey VE 122, sem mun fá nafnið Sævík GK 257, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd af Fb síðu Skipasmíðastöðvarinnar.