21.01.2012 21:00

Sunna SK 14 / Litlanes SF 5 / Una SU 89

Hér er á ferðinni Akureyrarsmíði, sem var lagt í Sandgerðishöfn 2004 og sökk þar síðan og í framhaldi af því að honum var náð upp var hann mulinn þar niður.


                     1237. Sunna SK 14 © mynd Eyfirsk smíði, Árni Björn Árnason


                     1237. Litlanes SF 5 © mynd Snorrason


                   1237. Una SU 89 © mynd Snorrason

Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Gunnlaugs og Trausta, Akureyri 1972. Lagt í Sandgerðishöfn veturinn 2004, Afskráður sem fiskiskip 2006. Sökk í Sandgerðishöfn 29. janúar 2008, en þá nokkru áður hafði Sandgerðishöfn leyst hann til sín. Mulinn niður í Sandgerði í maí 2008.

Nöfn: Sunna SK 14, Litlanes ÞH 52, Litlanes NS 51, Litlanes SF 5, Jón Kjartan HU 27, Bragi SU 274, Bragi GK 274, Leynir GK 8, Bragi SU 89, Leynir SU 89 og Una SU 89,