16.01.2012 09:25

Þorkell Björn NK 110 / Auðbjörg HU 28 / Þorkell Björn GK 42

Þessi bátur á sér þá sögu að hafa sokkið, náð upp aftur verið endurbyggður, borið nöfn sem aldrei voru sett á hann en aðeins skráður undir, verið í reiðuleysi a.m.k. i tveimur höfnum og var að lokum tekinn upp á land í þeirri síðari. Formlega tekinn úr rekstri 2010, þ.e. nokkrum árum eftir að honum var lagt.


                                              1189. Þorkell Björn NK 110


        1189. Þorkell Björn NK 110 í slysavarnarsýningu á sjómannadegi á Neskaupstað © mynd Bjarni G.


           1189. Hér í Þorlákshöfn og skráður sem Auðbjörg HU 28, þó það sjáist ekki á honum ©
 mynd Emil Páll, 2010


          1189. Hér uppi á landi í Þorlákshöfn og skráður sem Þorkell Björn GK 42 © mynd Ragnar Emilsson

Smíðanúmer 7 hjá Skipaviðgerðum hf., Vestmannaeyjum, árið 1971.

Sökk á Bakkafirði 1989, en náðist upp aftur og var endurbyggður.

Hefur legið í nokkur ár, fyrst í Vestmannaeyjum, þar sem allt nýtilegt var hirt úr honum og síðan færður til Þorlákshafnar þar sem hann var í nokkurn tíma við bryggju en síðan settur á land. Formlega tekinn úr rekstri 5. okt. 2010.

Nöfn: Ólafur Björn RE 45, Þorkell Björn SU 35, Þorkell Björn ÞH 66, Þorkell Björn NS 123, Þorkell Björn NK 110, Þorkell Björn GK 47, Esther GK 47, Auðbjörg HU 28 og Þorkell Björn GK 42.