11.01.2012 22:35

Þrír á útiplani

Þessar myndir tók Kristján Nielsen í dag eftir að Kiddi Lár var farinn af athafnarsvæði Sólplasts, en þá standa þessir þrír bátar saman þarna á útiplaninu. Tveir þeirra eru í eigu Sólplasts og sá þriðji er íhlaupavinna. Bátar þessir eru frá vinstri 1943, skráður Sólborg I GK 61, 2094. skráð Sólborg II GK 37 og bátur sem milli manna er kallaður Bjartsýnin.
   1943. Sólborg I GK 61 ex Sigurvin GK 61, 2094. Sólborg II GK 37 ex Ásdís og Bjartsýnin © myndir Kristján Nielsen, 11. jan. 2012