11.01.2012 22:00

Gangi ykkur vel Siglfirðingar, með Kidda Lár

Í dag var farið af stað með Kidda Lár frá Sólplasti áleiðis til Siglufjarðar þar sem hann verður lengdur. Raunar voru menn svo bjartsýnir að þeir ætluðu að ganga frá flutningunum í gær, en urðu að láta í minni pokann fyrir veðrinu. Þrátt fyrir að um stóran bát væri að ræða tókst vel að koma honum á flutningavagn og var ekið inn að Straumsvík en þar átti að bíða þar til á þessum mínútum að það má fara með svona stóran farm í gegn um höfuðborgarsvæðið.

Á miðnætti aðra nótt birti ég fleiri myndir sem teknar voru í dag af bátnum og flutningabílnum

Af þessu tilefni óskaði Sólplast eftir því að send yrði með myndunum eftirfarandi kveðja. ,,Gangi ykkur vel með Kidda Lár, Siglfirðingar, með áramótakveðju. Sólplast.

Eftirfarandi myndir tók Kristján Nielsen hjá Sólplasti í gær og í dag.


 Svona leit þetta út í gær og því var aðgerðum frestað þar til í dag © myndir Kristján Nielsen, 10. og 11. jan. 2012
  2704. Kiddi Lár GK 501, lagður af stað til Siglufjarðar ©