10.01.2012 17:00

Viðgerðir hjá Eskifjarðarbátum og nýtt frystihús á Höfn

Þessar myndasyrpur sem koma frá Kristni Benediktssyni vekja alltaf mikla athygli og ef veðrið eða ástandið á netinu skemmir ekki fyrir verður hver syrpan á fætur annarri fram eftir kvöldi í kvöld og síðan ein stór eftir miðnætti. Allt myndir teknar á Hornafirði eða þar nálægt árið 1977.

Núna koma þrjá myndir og sýna tvær þeirra viðgerðarvinnu hjá bátum frá Eskifirði, austast í höfninni. Þá sést á 3ju myndinni hvar nýja frystihúsið á Hornafirði er á þessum tíma í byggingu, en þó komið það langt að humarverkunin var komin í húsið.
         Guðmundur Þór SU 121 og aftan við hann ( sést betur á efri myndinni) Vöttur SU 3


      Hvanney SF 51 (fjær) og Steinunn SF 10 og nýja frystihúsið á Hornafirði, eins og það leit út þegar myndirnar voru teknar, sjá nánar um það fyrir ofan myndirnar © myndir Kristinn Benediktsson, 1977.