10.01.2012 07:40

Þrír togarar á myndinni

   Mynd sem ég birti í fyrrinótt eftir Púka Vestfjörð og hef nú fengið betri upplýsingar um:

 Þessi hægra meginn er Arnarnes ÍS 204 en sá vinstra megin á myndinni er Guðmundur Júní ÍS, áður Júpíter. Hann bar þarna beinin. Svo má bæta því við að á myndinni er greinilegt frammastur togara handan við Guðmund Júní ÍS. Þar liggur togarinn Notts County, sem strandaði undir Snæfjallaströnd í febrúarveðrinu 1968. Þeir eru semsagt þrír togararnir á myndinni.
Gunnar Th. dró mig þarna að landi og þakka ég honum kærlega fyrir

Varðandi Guðmund Júní þá mun ég fjalla sérstaklega um hann síðar, þar sem hann kom við sögu mína fermingarárið mitt.