09.01.2012 21:00

Ágúst Guðmundsson II GK 94

Gísli Aðalsteinn Jónasson, hefur bjargað mér mörgum frábærum myndum og hér koma tvær til viðbótar, en þær eru eftir föður hans Jónas Franzson fyrrum skipstjóra - Þakka ég þeim feðgum kærlega fyrir - Fyrri myndin kemur nú og hin í næstu færslu hér á eftir


                      963. Ágúst Guðmundsson II GK 94 © mynd Jónas Franzson

Smíðanúmer 90 hjá Frederikshavn Skibsbyggeri A/S, Fredrikshavn, Danmörku 1963.

Báturinn var seldur til Noregs, eftir úreldingu hér heima. Kaupandi var maður ættaður úr Njarðvík, Lárus Ingi Lárusson. Ætlaði hann að gera bátinn upp í Noregi til endursölu, en þá hafði Lárus búið ytra í 12 ár. Sigldi hann bátnum út í samfylgd annars sem hann hafði keypt í sama tilgangi og var lagt upp frá Vestmannaeyjum í lok sept. 1995. Eitthvað kom þó uppá á leiðinni og aðstoðaði færeyskt varðskip bátinn til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan hélt hann síðan áfram til Noregs 29. sept. 1995. - Síðan þá veit ég ekkert um bátinn og hef ekkert fundið um hann.

Nöfn: Ágúst Guðmundsson II GK 94, Sigurjón GK 49, Ver NS 400, Jónína ÍS 93, Jóhannes Ívar KE 85 og Júlíus ÁR 111