09.01.2012 00:00

Púki Vestfjörð

Á vestfjörðum er gefin út síða undir nafninu Púki Vestfjörð. Síða þessi er mjög vinsæl bæði fyrir vestan og víðar og hef ég heimild til að nota þær myndir sem þar birtast. Það hef ég gert í þeim tilfellum sem þær snúa að sjávarútvegi, en sleppt frekar hinum.

Hér kemur smá syrpa, en í raun veit ég lítið sem ekkert um viðfangsefni Púkans á hverri þeirra fyrir sig, en set þó það sem ég veit undir viðkomandi myndir, þ.e. þær tvær sem ég veit eitthvað um.


     Hér sjáum við þjóðþekktan mann með svuntu fyrir miðri mynd. Hann hefur verið skipstjóri, formaður pólitískra samtaka svo samtaka sjómann, auk þess að vera að sjálfsögðu alþingismaður. Milli manna gengur hann undir nafnu Addi Kidda Gau, en heitir réttu nafni Guðjón Arnar Kristjánsson og trúlega er það pólitísk uppákoma hjá honum þarna á myndinni.

    Þessi hægra meginn er Arnarnes ÍS 204 en sá vinstra megin á myndinni er Guðmundur Júní ÍS, áður Júpíter. Hann bar þarna beinin. Svo má bæta því við a á myndinni er greinilegt frammastur togara handan við Guðmund Júní ÍS. Þar liggur togarinn Notts County, sem strandaði undir Snæfjallaströnd í febrúarveðrinu 1968. Þeir eru semsagt þrír togararnir á myndinni.
Gunnar Th. dró mig þarna að landi og þakka ég honum kærlega fyrir
                              Spegilmynd, en hér fyrir neðan kemur rétt mynd
                                              © myndir Púki Vestfjörð