05.01.2012 08:51

Hafbjörg ÁR, en ekki Þórarinn

Í framhaldi af birtingu myndanna af Þórarni hér í gær, sendu Þórður Eiríksson og Vigfús Markússon ábendingu um að þetta væri ekki Þórarinn, heldur 903. Hafbjörg ÁR. Ábending Þórðar var svohljóðandi:

Varðandi mynd sem þú birtir af Þórarni gk eftir K. Ben vil ég segja að þessi bátur var í minni eigu þarna og hét Hafbjörg Ár, smíðaður á Ísafirði 1942 þarna vorum við á netum og líklegast vestur af selvogi.

Ábending Vigfúsar: Það er mynd hjá þér sem er mert Þórarinn GK en þetta er 903 Hafbjör ÁR

Þó ég hafi ekki borið þetta undir ljósmyndarann, leiðrétti ég þetta með því að birta eina af myndunum aftur.


     903. Hafbjörg ÁR, á netaveiðum vestur af Selvogi © mynd Kristinn Benediktsson