04.01.2012 00:00

Grindvíkingur GK og Nesmann NS

Sumarið 1987, er Grindvíkingur GK var á leiðinni á Dormbanka til rækjuveiða, var skipstjórinn beðinn um að taka menn með, sem þuftri að komast um borð í Bjarna Ólafsson AK 70, sem var á rækjuveiðum. Trillan Nesmann kom til móts við Grindvíking GK grunnt úr af Garðskaga og gekk vel að koma manninum á milli skipa.

Kristinn Benediktsson tók þessar myndir við þetta tækifæri, en eins og flestir vita fór Grindvíkingur síðar í pottinn, en trillan Nesmann NS 97, hafði þarna verið seld í Garðinn og ennþá í dag, gerir sami aðili bátinn út, en hann er í dag Elsa KE 117 og að mestu gerður út á sumrin frá Sandgerði, þó svo eigandinn eigi heima í Keflavík.


      Nesmann SH 97 ( í dag Elsa KE 117) og Grindvíkingur GK
               © myndir Kristinn Benediktsson, sumarið 1987