02.01.2012 16:40

Bergþór KE 5, Júlía VE 123 og Guðmundur Ólafsson SH 244

Hér eru tvær frá Jóhanni Sævari Kristbergssyni og eru teknar í Skipasmíðastöð Njarðvikur fyrir einhverjum tugum ára. Mun myndaefnið segir Jóhann Sævar: Á þessum myndum Bergþór KE, verið að smíða hvalbak á hann og Júlía frá Vestmannaeyjum, ég held að hún hafi ekki átt marga lífdaga eftir að þessi mynd var tekin en man ekki hvaða ár það var.

Þakka ég Jóhanni Sævari kærlega fyrir þessar myndir og mun fyrir neðan þær birta sögu bátanna þriggja sem sjást á mynduum.
  Á efri myndinni sjást 503. Bergþór KE 5, sem verið er að setja á hvalbak, 623. Júlía VE 123 og 715. Guðmundur Ólafsson SH 244, sem verið er að setja á flutningavagn, á þeirri neðri © myndir Jóhann Sævar Kristbergsson


503.
Smíðaður á Ísafirði 1957. Fórst 8 sm. NV af Garðskaga 8. jan. 1988, ásamt tveimur mönnum. Nöfn: Gunnhildur ÍS 246, Gunnhildur GK 246 og Bergþór KE 5.

623. Smíðanúmer 5 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar, eftir teikningu Júlíusar Nyborg, 1943. Talin ónýtur 1987. Brendur á áramótabrennu ofan við Innri - Njarðvík 31. des. 1987.
Nöfn: Súgandi RE 20, Skálafell RE 20, aftur Súgandi RE 20, Sandfell RE 20 og  Júlía VE 123

715. Smíðaður í Frederikssundi, Danmörku 1933. Endurbyggður 1968 og stækkaður 1970. Úreldur 14. maí 1985. Brendur á áramótabrennu, Innri-Njarðvík 31. des. 1986
Nöfn: Víðir SU 517, Róbert Dan SU 517, Óskar RE 283, Óskar SU 56, Jakob NK 66, Óli Toftum KE 1, Jón Garðar KE 1 og Guðmundur Ólafsson SH 244