02.01.2012 11:00

Stolnar myndir á SAX og sumum skipasölum

Í morgun birti ég mynd sem ég tók af vef skipasölu, þótt ég vissi að trúlega væri myndinni stolið af einhverri síðunni. Gerði ég þetta svona til að sýna mönnum fram á það sem ég mun fjalla um núna.

Nokkru fyrir hátíðar tók ég eftir því að mynd eftir mig og merkt mér í hægra horni að neðan var birt á SAX sem ljósmynd Ásmundar Ragnars Sveinssonar. Þarna var því greinilega um stuld að ræða, og birti ég mynd mína fyrir neðan og þar sjá menn svart á hvítu að um sömu myndina er að ræða, nema hvað ég merki ekki í neðra horninum þá mynd sem ég birti nú aftur.

Hafði ég þegar skiflega samband við þá hjá SAX og hótaði málssókn og lofuðu þeir þá að taka strax út myndina en hafa ekki staðið við það. Það er því mitt á ákveða hvort ég feli málið ekki lögmanni til innheimtu, því höfundarrétturinn er mjög öruggur og mun ég þá bæði rukka SAX og þann sem þykist vera ljósmyndarinn og yrði um nokkuð góða upphæð að ræða frá minni hálfu. Þeir hjá SAX töldu sig í fyrstu vera ábyrgðalausa í þessu máli, en svo er ekki þar sem þeir gefa þetta út og því er ábyrgðin þeirra, ekki minni en þess sem stal myndinni.

                Ljósmynd: Ásmundur Ragnar Sveinsson                              2632. Vilborg GK 320 © mynd Emil Páll, 2009