01.01.2012 21:40

Björgvin SH 21


                          341. Björgvin SH 21, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Rödvik, Danmörku 1947. Kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Keflavíkur 9. júní 1947. Dæmdur ónýtur 15 ágúst 1979. Bátnum var lagt upp í fjöru niður af Þingvallarbænum á Snæfellsnesi og var þar enn í ágúst 2009.

Nöfn: Björgvin GK 482, Björgvin KE 82, Hafnarberg ÁR 21 og Björgvin SH 21.