01.01.2012 17:10

Landanir í vikunni - af heimasíðu Ramma

 

Í vikunni var landað úr báðum frystiskipum Ramma. Landað var úr Sigurbjörgu í Ólafsfirði á þriðjudag og Mánabergi á Siglufirði í gær.

Heildarafli Mánabergs var 523 tonn og aflaverðmæti um 194 milljónir króna eftir 26 daga veiðiferð og heildarafli Sigurbjargar var 362 tonn og aflaverðmæti um 128 milljónir króna eftir 18 daga veiðiferð. Afli beggja skipa var blandaður, mest þorskur.

Texti: Heimasíða Ramma