01.01.2012 17:00

5 ár liðin frá strandi Wilson Muuga

Lifið í Sandgerði - 245.is

Björgunarsveitin Sigurvon fór að kvöldi 19. desember að "Wilson Road" strandstað Wilsons Muuga til að minnast þess að 5 ár eru liðin frá þessu mikla strandi.

Meðlimir Sigurvonar stóðu í ströngu allann þann tíma sem leið frá strandinu og á meðan olía var tekin frá borði, einnig aðstoðuðu þeir við hreinsunarstarf sem tók dágóðan tíma og svo kom sveitin að því að ná honum á flot nokkrum mánuðum seinna.

"Við kveiktum á 5 friðarkyndlum og vildum með því minnast sjóliðans Jan Nordskov Larsens sem fórst en hann var af Danska varðskipinu Triton en hann lést við björgunaraðgerðir þegar Wilson Muuga strandaði.
Þetta strand er alltaf mjög ofarlega í huga okkar sem erum í Sigurvon því þetta verkefni var án efa eitt það stærsta og með þeim erfiðari sem við höfum tekið þátt í. Við munum alltaf minnast þessa dags með einum eða öðrum hætti" sagði Guðlaugur Ottesen Formaður Sigurvonar í samtali við 245.is