30.11.2011 16:00

Polarfrost og Hydrograf


             Hér sjáum við Polarfront snemma á föstudagsmorgunin í Bergen.
  
    Betri mynd tekin seinna um daginn. Polarfront hefur nú sennilega lent í vondum veðrum því þetta er gamalt veðurskip sem var staðsett úti norska hafi 66* N og á 2* E. Það var byggt sem veðurskip 1976 og var í drift út árið 2009 og var lengi vel eina veðurskipið sem var í drift. Það var að jafnaði 340 daga á sjó og voru áhafnarskifti mánaðarlega og voru þá einn til tveir dagar í höfn. Og í byrjun okt á hverju ári fór skipið í slipp og var þá að jafnaði í eina viku. Í áhöfn voru 16 og voru 8 á hvorri vakt. skipið hélt sig alltaf á svæði sem 1X1 gráða. Hugsa að á þessu skipi hafi verið margir dásamlegir bræludagar.

Í dag er skipið Guardskip í eigu færeyskra aðila og er þetta víst mjög gott skip eyðir ekki miklu eldsneyti enda byggt til að liggja úti hafi á sama staðnum í 340 daga á ári. Engir færeyingar eru um borð heldur eru 3. rússar og tveir pólverjar og þegar ég spurði um launin þau voru góð á rússneskann mælikvarða.        Hér sjáum við sjómælingaskip í eigu norðmanna aðeins stærri heldur en Baldur okkar og svo er hann með lítinn 11m bát til að kanna grunnslóðina.

Hydrograf heitir hann man bara ekki hvað sá litli heitir.

                                 © myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, í Noregi