27.10.2011 15:36

Salka GK 79 á fullri ferð

Hér sjáum við Sölku GK 79 á fullri ferð inn Stakksfjörðinn í morgun á leið í slipp í Njarðvik, en þangað er hún komin. Þarna er hún á 9,5 sjómílna hraða, en áður komst hún að sögn Grétars Mar komst hún aldrei áður nema í 8 mílna hraða. Svona til að rugla menn ekki of mikið þá er hún þarna í drætti hjá Hannesi Þ, Hafstein, sem er öflugra skip og því er hraðinn þetta mikill. Síðar í dag eða í kvöld birtast myndir og nánari frásögn af bátnum.


        1438. Salka GK 79, á fullri ferð inn Stakksfjörðinn í morgun © mynd Emil Páll, 27. okt. 2011