27.10.2011 08:00

Eitt í sinni fyrstu sjóferð, en annað í þeirri síðustu

Þessa stundina eru tvö skip sem maður fylgist sérstaklega með og er annað að nálgast Garðskaga, en hitt  komið fyrir hann. Þetta eru nýi Þór sem er í rólegheitum að bíða með að koma inn á Stakksfjörðinn, en aðeins nær Sandgerði siglir björgunarskipið Hannes Þ, Hafstein með Sölku GK 79 í togi, á leið til Njarðvikur. Er ég hafði samband við þá um borð í Sölku nú fyrir nokkrum mínútum voru þeir staddir framan við golfskála þeirra Sandgerðinga og voru á 8 mílna hraða og enginn leiki. Stóra spurningin er hvort sá bátur fái dauðadóm eftir að hafa verið tekinn upp í Njarðvik á eftir eða ekki.


        Þór,var fyrir stuttri stundu norður af Garðskaga © mynd af MarineTraffic. Eins og ég sagði í gærkvöldi mun hann verða við Helguvík um kl. 10 og síðan aðeins koma við nálægt Keflavík, þar sem Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra heiðrar sinn gamla heimabæ


          1438. Salka GK 79, nálgast nú Garðskaga, á leið sinni til Njarðvíkur í togi hjá Hannesi Þ. Hafstein © mynd Emil Páll, 26. okt. 2011