04.10.2011 21:00

Hann er kominn á þennan

Lengi vel hafa tveir góðir síðueigendur verið í skipsplássum hjá Landhelgisgæslunni þ.e. þeir Jón Páll og Guðmundur St. Nú hefur enn einn bæst í hópinn, a.m.k. um stundasakir, en það er sá síðueigandi sem var einn þeirra fyrstu sem ruddu veginn og var sá sem kom mér í bransann. Hann hefur á undanförnum árum verið togarasjómaður og þar áður á fiskibátum, en nú er hann að því að ég hef fregnað kominn á varðskipið Tý. Hér er ég að tala um sjálfan Þorgeir Baldursson. Tók ég því þessa mynd er skipið var út af Miðsnesi, en myndin er tekin frá Garðskaga, en það fór einmitt í morgun út frá Reykjavík.


     Þó skyggnið hafi ekki verið neitt sérstakt, enda kominn rigning smellti ég þessari mynd af 1421. Tý, í dag © mynd Emil Páll, 4. okt. 2011