04.10.2011 18:00

Allt í rauðu

Ekki stóðst ég mátið að taka mynd af rauða flotanum þegar hann var allur í höfn í dag, En þetta tækifæri stóð ekki lengi, því sá minnsti var er leið á daginn færður yfir í Grófina.


      363. Maron GK 522, 2101. Sægrímur GK 525 og 1428. Skvetta SK 7, í Njarðvík í dag


        Hér sjáum við þá alla fjóra í rauða flotanum, í Njarðvíkurhöfn í dag. Sá sem er lengst til hægri er ekki á efri myndinni, en það er 89. Grímsnes GK 555 © myndir Emil Páll, 4. okt. 2011