02.10.2011 12:20

Annað Þórsnes SH, sem gert er út frá Breiðdalsvík

Þegar Sigurbrandur var í gær staddur á Breiðdalsvík að taka myndir þær sem birtust hér á síðunni, benti gamall maður honum á að Þórsnes II SH 109 sem nú væri gert út þaðan væri annar báturinn með þessu nafni og frá Stykkishólmi sem gerður hafi verið út frá Breiðdalsvík.
Birti ég því myndina aftur og mynd af þeim fyrri með Þórsnesnafninu og nokkrar upplýsingar með.


                                 925. Þórsnes SH 108 © myndir Snorri Snorrason

Smíðaður í Danmörku 1960. Nöfn: Þórsnes SH 108, Þórsnes SH 3ö8, Þórsnes SU 308, Þórsnes HF 101, Stakkavík ÍS 72, Gísli Júl ÍS 262 og Katrín ÍS 109. Báturinn var tekinn af skrá og brenndur 30. mars 1995.


                1424. Þórsnes II SH 109, á Breiðdalsvík í gær © mynd Sigurbrandur 1. okt.2011

Smíðaður á Akureyri 1975 og yfirbyggður 1988 og hefur aðeins borið þetta eina nafn.