29.09.2011 21:30

Brettingur farinn á Flæmska

Eftirfarandi mátti lesa á heimasíðu Brettings KE 50 í gær:

Þá erum við að fara að leggja í hann á morgun kl:20:00 frá Njarðvík og sigla til Canada sem tekur c.a 6 til 7 daga og fara að veiða nokkrar rækjur. Komum aftur heim eftir c.a svona 8 vikur eða svo.

 Eftirfarandi mynd tók ég um kl. 20 í kvöld og þá voru tollararnir um borð og því ljóst að stutt var í brottför.


     1279. Brettingur KE 50, við bryggju í Njarðvik um kl. 20 í kvöld © mynd Emil Páll, 29. sept. 2011