14.08.2011 23:07

Átök við Helguvík í kvöld

Það voru mikil átök hjá dráttarbátunum Jötni og Magna úr Reykjavík við að gera tilraun til að koma olíuskipinu Lakatamía að landi í Helguvík. Raunar má segja að skipið hafi siglt ansi langt inn eftir áður en því var snúið í átt að Helguvík, þar sem það beið með hafnsögumann um borð í drjúga stund áður en Magni og Jötunn mættu á staðinn. Þá var farið í að draga skipið nær Helguvíkinni og síðan að lokum að draga það í átt að bryggju, en þá gerðist það að taugin yfir í Magna slitnaði þegar skipið var nærri landi og mátti ekki miklu muna að illa færi, en Jötni tókst að draga skipið frá svo það ræki ekki upp.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í kvöld, en meira myndrænt mun ég birta síðar


                  2756. Jötunn og 2686. Magni draga Lakatamíu í átt að Helguvík


    Já þessi 183 metra langi og 32 metra breiði barkur var tignarlegur á sjónum


                                       2686. Magni valt mikið í átökunum


                                       Sama má segja um 2756. Jötunn


                 Hér er taug í Magna, sem dregur skipið aftur á bak


                      Hér hefur taugin slitnað og Jötunn hefur tekið skipið í tog frá landi
                                              © myndir Emil Páll, í kvöld 14. ágúst 2011