22.06.2011 17:16

Ormur orsakar leka

Nýlega birti ég skemmtilega sypru þegar hinn fallegi eikarbátur Móna GK 303 var tekin upp í Njarðvíkurslipp. Þá hafði heyrst að vart hefði orðið við töluverðan leka.

Þegar málin voru skoðuð nánar kom í ljós að slæmar skemmdir voru í birðing bátsins að völdum orms sem étið hafði sig þar inn. Það sem mönnum þótti þó furðulegast er að báturinn hefur verið meira uppi á landi, en í sjó undanfarin ár og þann tíma sem hann var í sjó var hann ekki á slóðum þar sem ormur er í höfnum, en hann lifir helst í sandfjörum.

Liggur því grunum um að fyrri eigendur hafi vitað um þetta, því búið var að kítta í götin, en það duggði ekki og því kom í ljós hvað að var. Er nú búið að rífa úr honum eik á einum fimm stöðum í sjálfum birðingnum og verður sett ný eik í staðinn.
    Hér má sjá hvar ormétna eikin var, en hún hefur verið fjarlægð © myndir Emil Páll, 22. júní 2011