22.06.2011 16:36

María dregur Rafn

Það er ekki oft sem maður sér það þegar hjálp berst að báti, taug sett í og síðan dreginn til hafnar og rétt áður en komið er alla leið var sleppt á milli og báðir sigldu í sitt stæði. Þetta gerðist þó í gær og birti ég nú frásögnina í stórum dráttum.

Rafn KE 41 sem er á strandveiðum var kominn á veiðisvæðið og um borð var aðeins annar af þeim sem venjulega róa saman, þar sem hinn var forfallaður. Þá skyndilega slitnar reim við vélina og nú voru góð ráð dýr þar sem um borð var ekki varareim, en því var strax reddað með því að maður sem var í landi og gerir út annan bát sigldi með nýja reim út. Í ljós kom síðar að sú reim var aðeins of stór og því var siglt rólega heim á leið, en er báturinn var kominn að Brenninýpu á Hólmsbergi og þar með nánast framan við Grófina var vélin farin að hitna og því var báturinn stoppaður. Fljótlega kom þá María KE 200 þarna að og tók Rafninn í tog og dró inn í Grófina, en er komið var inn fyrir hafnarkjaftinn var sleppt á milli og þeir sigldu sjálfir í sitt pláss. Allt um þetta á myndasyrpu þeirri sem ég birti nú.


            María komin að Rafni út af Brenninýpu, en myndin er tekin úr Grófinni


     6807. María KE 200, dregur 7212. Rafn KE 41 í gær. Ef vel er skoðað má sjá taugina milli bátanna


                          Komið inn í Grófina og taugin milli bátanna losuð


           6807. María KE 200 og 7212. Rafn KE 41, heldur hvor sína leið í sinn bás


                             7212. Rafn KE 41, siglir að sinni bryggju...


           ... og það gerir 6807. María KE 200 líka © myndir Emil Páll, 21. júní 2011